Fall er fararheill.

Eða það ætla ég að vona.  Ákvað í morgun áður en ég vaknaði að skella mér á hjóli út í búð til að kaupa rjóma svo ég gæti borðað tertuna með góðri samvisku.  Nei nei.  Haldið að mín hafi ekki endað á andlitinu á næstu gangstétt og þegar upp var staðið, í orðsins fyllstu merkingu, þá voru komin sár á allar hliðar mínar.  Ótrúlegt að meiða sig bæði á vinstri og hægri hlið við að enda á andlitinu.  Nú fyrsta hugsunin var sú að núna væri sumarfríið ónýtt ég fer ekki út úr húsi með andlitið allt í sárum og það á sömu hlið og öll húð fór af í hjólaslysi þegar ég var 10 ára.  Með heilahristingi og fleiri árvekum.  En þegar ég hafði litið í spegin eftir að hafa farið með þuluna "spegill spegill segð þú mér, er ég nógu falleg til að fara út?"  Vitið menn, minn fallega ásjóna hefur ekki beðið hnekki við þetta fall.  Þannig að núna skakklappast ég bara út og suður í sumar öll í sárum um allan líkana en kvarta ekki því þó svo að tilfinningin sé sú að kinnbeinin hafi gengið nokkra sentimetra til vinstri þá er ásjónan falleg.  Og hana nú.  En hvað rjómanum viðvíkur þá verð ég bara að fá mér litla sneið í dag þar sem eftir hremmingar dagsins þá fór ég á bíl út í búð svo það réttlætir ekki að fá sér stóra sneið eins og til stóð. 

Veðrið er fallegt í dag sólin ekki búin að ákveða hvort hún eigi að koma eða fara það er svona flekkusól.  Spurninginn um að láta renna í pottinn og liggja og fá lit á skjannahvítan kroppinn.  Yngsta dóttirinn á heimilinu er búin að fá 2 stráka vini í heimsókn og eina vinkonu og tilkynnti mér þegar ég spurði hana hvort þau vildu ekki koma með mér í pottinn, að hún færi sko ein með sínum vinum og hana nú, ekki orðin 8 ára enn.

Gamla sálin öll lurkum lamin og úr sér gengin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gömul sál sem veit ekki hvað hún vill

Höfundur

Gömul sál sem veit ekki hvað hún vill
Gömul sál sem veit ekki hvað hún vill
Gift fjagra barna móðir sem vinnur úti en ekki hvað.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband