Dagsverkið mitt.

Jæja ekki fór það vel.  Allt til ónýtis.  En lítum á málin.  Ég vaknaði í morgun við það sem er best að vakna við, börnin mín að spjalla.  Eftir að hafa farið í búðina (1 skiptið af 4 í dag og eitt skipti eftir) þá fann ég hvernig bakstursgírinn helltist yfir mig.  Og þegar þessi orð eru skrifuð þá er kvöldmaturinn að malla í pottinum og í frystikistunni er 4 pokar af snúðum, 1 döðluterta, og ein skúffuterta.  Á borðinu er 2 heilhveititertur, 1 döðlukaka, snúðar og marensterta.  Og í maga barnanna minna, bróðurs míns og nokkra barna úr húsum hér í kring eru MARGIR snúðar.  Gott mál þau voru nefnilega fengin til að borða þetta svo ég þurfi ekki að fara út að skokka í kvöld.  Á morgun er svo síðasti vinnudagur mannsins míns fyrir sumarfrí.  Gott mál því ég er komin með lista sem ég hef verið að semja upp meðan ég hef verið að hvíla mig í þessari fyrstu viku míns sumarfrís.  Þannig þegar hann byrjar í sínu þá er ég úthvíld og komin með lista fyrir hann að vinna eftir. Devil  Nei nei segi svona ég læt renna í heita pottinn handa honum og færi honum bjór og nudd svo á laugardagsmorguninn byrjar ballið.  Whistling  Nei hann á skilið að hvíla sig vel og vandlega eftir mikla vinnu í vetur. 

Gömul sál með deig á puttunum og fitu í hárinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gömul sál sem veit ekki hvað hún vill

Höfundur

Gömul sál sem veit ekki hvað hún vill
Gömul sál sem veit ekki hvað hún vill
Gift fjagra barna móðir sem vinnur úti en ekki hvað.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband