16.10.2007 | 16:40
Lýður að jólum.
Já nú er komin 16 oktober ekki að spurja að því hvað þetta gengur hratt. Það var sem ég sagði um daginn að alltaf á þessum tíma þá verða börnin mín veik. Núna er ég búin að vera heima í 2 daga með litluna mína veika. Hún fór að sofa á sunnudagskvöld og vaknaði á þriðjudagsmorgun eftir 40 stiga hita vitleysu.
Ég var að velta einu fyrir mér. Ég er gift 4 barna móðir sem vinn úti. Vakna á morgnana, fer í vinnu, kem heim, læt læra, elda mat, geng frá, fer í hina vinnunna, kem heim og sef hjá manninum mínum. Ok er ekki vanþakklát með það.
Var að lesa blogg hjá systur æskuvinkonu minnar. Hún kláraði skólan fór til útlanda í nokkra mánuði fór að vinna og ein daginn datt henni í hug að fara á hinn endan á hnettinum í skóla og kvissbangbúm hún lét verða af því og blómstrar sem aldrei fyrr. Hún hefur ekkert smá afrekað og séð og lært á sinni æfi. En hún á ekki mann eða börn.
Ekki það að ég öfundi hana vildi ekki skipta en var samt að velta fyrir mér hvað líf fólks sem elst upp á sömu þúfunni er breytileg.
Finn það best núna þegar ég ætla að fara að skirfa hvað á daga mína hafi drifið þá er það svona síðan 21 ágúst.
7,30 ræs
8,00 vinna
16.00 vinnu hætt
16,00 heimanám kvöldmatur ganga frá
20.00 vinna 2
21.30 sofa hjá manninum
Svona eru dagarnir í stuttu máli allir eins en sennilega er það svona þegar maður skrifar ekki niður jafnóðum þá gleymir maður öllu og sér bara þetta vanalega. En vonandi verður breyting á.
Um bloggið
Gömul sál sem veit ekki hvað hún vill
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.